Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 12. janúar 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Forseti Toronto FC fann Insigne á netinu
Lorenzo Insigne
Lorenzo Insigne
Mynd: EPA
Lorenzo Insigne leikmaður Napoli gengur til liðs við Toronto FC í MLS deildinni næsta sumar þegar samningur hans við ítalska félagið rennur út.

Insigne er þrítugur og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir Napoli og unnið ítalska bikarinn tvisvar og ofurbikarinn einu sinni. Þá hefur Napoli verið fjórum sinnum í öðru sæti í deildinni á hans ferli.

Bill Manning forseti Toronto FC sagði frá því hvernig hann fann Insigne.

„Ég fór á Transfermarkt og fann hvaða leikmenn í ítalska landsliðinu væru að renna út af samningi. Insigne var einn af fáum. Ég skrifaði niður nokkur nöfn sem mér finnst heimsklassa leikmenn og sem mér fannst vera eitthvað auglýsingagildi í."

Ítalinn Sebastian Giovinco fyrrum leikmaður LA Galaxy sagði í viðtali í desember að Toronto væri bara að fá Insigne til að laða fólk á völlinn þar sem ítölsk menning er mikil þar.

Athugasemdir
banner
banner
banner