Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 12. febrúar 2021 09:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lenny um Flóka: Ætti allavega að vera spila í ensku Championship
Flóki gekk í raðir KR sumarið 2019.
Flóki gekk í raðir KR sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon, framherji FH, var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í Draumaliðinu þessa vikuna. Hann fór þar yfir ferilinn sinn, sagði sögur og valdi draumalið skipað liðsfélögum sem hann lék með hjá Fram og FH.

Lenny er 33 ára gamall og gekk í raðir Fram árið 2011 og lék þar í tvö ár. Þaðan fór hann til Sandnes Ulf en kom í FH um mitt sumar 2014.

Annar af framherjunum sem Lenny valdi er Kristján Flóki Finnbogason en þeir léku saman hjá FH á árunum 2015-2017. Flóki leikur núna með KR.

„Við áttum frábært tímabil saman 2017. Hann er frábær leikmaður sem mér finnst að eigi að vera kominn lengra með sinn feril. Ég hitti hann með Bödda í kaffi einu sinni, ég sagði við Flóka að hann ætti allavega að vera spila í ensku Championship-deildinni. Hann er með allt sem þarf, kraftinn, líkamlega þáttinn og getuna. Það sem hann vantar er kannski leikskilningurinn ásamt viljanum og hungrinu sem þarf til að vera atvinnumaður," sagði Lenny.

„Hann hefur farið erlendis og allt það en hann ætti að vera spila á mun hærra getustigi. Það við hann er mjög svekkjandi því hann hefur allt til að spila á mjög góðu getustigi."


Athugasemdir
banner
banner
banner