Trent Alexander-Arnold byrjar á bekknum eftir meiðsli
Everton og Liverpool eigast við í slagnum um Bítlaborgina í kvöld. Liðin mætast í eina leik dagsins eftir að fresta þurfti upprunalegri viðureign, sem átti að fara fram 7. desember, vegna veðurs.
Liðin mætast í síðasta fjandslagnum á Goodison Park vegna þess að Everton er að skipta um leikvang eftir tímabilið og mun færa sig yfir á Bramley-Moore hafnarsvæðið þar sem nýr leikvangur rís.
David Moyes nýr þjálfari Everton gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu sem tapaði 0-2 á heimavelli gegn Bournemouth í FA bikarnum um helgina, þar sem Vitalii Mykolenko kemur inn í vinstri bakvarðarstöðuna fyrir Ashley Young.
Arne Slot þjálfari Liverpool skiptir út öllu byrjunarliðinu sem tapaði gegn Plymouth í bikarnum nema sóknarleikmanninum Luis Díaz sem heldur sínu sæti í byrjunarliðinu.
Það eru tvær breytingar frá 4-0 sigri Liverpool gegn Tottenham í undanúrslitum deildabikarsins, þar sem Alexis Mac Allister og Luis Díaz koma inn fyrir Curtis Jones og Darwin Núnez.
Everton: Pickford, O'Brien, Tarkowski, Branthwaite, Mykolenko, Garner, Gueye, Lindstrom, Doucoure, Ndiaye, Beto
Varamenn: Begovic, Virginia, Keane, Young, Heath, Iroegbunam, Harrison, Alcaraz, Sherif
Liverpool: Alisson, Bradley, Konate, Van Dijk, Robertson, Gravenberch, Mac Allister, Szoboszlai, Salah, Gakpo, Diaz
Varamenn: Kelleher, Tsimikas, Alexander-Arnold, Quansah, Endo, Elliott, Jones, Diogo Jota, Nunez
Athugasemdir