ÍR hefur sótt þrjá nýja leikmenn fyrir átökin í 2. deild kvenna næsta sumar.
Þær Birta Rún Össurardóttir og Ásdís María Frostadóttir koma frá Álftanesi og Helga Kristinsdóttir kemur frá Smára.
ÍR spilaði gegn Grindavík/Njarðvík á dögunum þar sem liðið tapaði 6-2 en Birta og Helga spiluðu leikinn og skoruðu mörk liðsins.
„Þetta eru gleðitíðindi fyrir ÍR og við getum ekki beðið eftir því að sjá þær í ÍR treyjunni í sumar," segir í tilkynningu frá ÍR.
ÍR leikur í 2. deild næsta sumar en liðið hafnaði á botninum í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Athugasemdir