Hafnar eru framkvæmdir á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Skipt verður um gervigras á öllu svæðinu, bæði keppnisvellinum og æfingavellinum.
Auk þess eru starfsmenn bæjarins að setja niður vökvunarbúnað í kringum völlinn en áætlað er að framkvæmdum verði lokið síðari hlut maí.
„Vivaldi völllur verður því í toppstandi í sumar. Það er mikill hugur og bjartsýni í Gróttufólki fyrir komandi keppnistímabil," segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Meistaraflokkur karla hjá Gróttu leikur í 2. deild í sumar en kvennaliðið er í Lengjudeildinni.
Athugasemdir