Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 12. apríl 2019 11:59
Arnar Daði Arnarsson
Guðjón Pétur yfirgefur KA (Staðfest)
Guðjón Pétur í búningi KA.
Guðjón Pétur í búningi KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður KA er á leiðinni frá félaginu samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Guðjón Pétur gekk í raðir KA frá Íslandsmeisturum Vals í vetur en allt bendir til þess að Guðjón leiki ekki með KA í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Guðjón Pétur ekki mætt á æfingar hjá KA í þessari viku og var ekki með í æfingaleik liðsins gegn Völsungi um síðustu helgi.

KA hefur fundað með Guðjóni Pétri í vikunni en svo virðist vera að ósætti sé á milli KA og Guðjóns Péturs.

Vænta má frétta frá KA um málið uppúr hádegi og þá gæti félagið tilkynnt að Guðjón Pétur leiki ekki með félaginu í sumar.

Miklar væntingar voru gerðar til Guðjóns fyrir norðan en talað hefur verið um að liðinu hafi vantað sóknarmiðjumann með sköpunarmátt.

Uppfært 11:59:
Guðjón sagði við Fótbolta.net rétt í þessu að hann væri laus allra mála hjá KA og mætti hefja viðræður við önnur félög. Guðjón segir að ástæðan séu fjölskylduástæður og að hann sé þakklátur KA fyrir þessa niðurstöðu.

KA hefur sent frá sér þessa yfirlýsingu:

KA og Guðjón Pétur Lýðsson hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðjóns hjá KA.

Vegna fjölskylduaðstæðna hjá Guðjóni þá hafa félagið og Guðjón komist að þeirri niðurstöðu að Guðjóni er heimilt að fara frá liðinu. KA óskar Guðjóni alls hins besta í sumar.


TILBOÐ: Þú getur keypt Guðjón Pétur í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner