Ungstirnið Ansu Fati hefur ekki spilað fyrir Barcelona síðan í nóvember en nú eru loks jákvæð teikn á lofti hjá þessum 18 ára leikmanni.
Hann hefur gengið undir tvær aðgerðr vegna hnémeiðsla og óttast var að hann þyrfti að fara í þá þriðju vegna þess að bati hans var hægur.
Hann hefur gengið undir tvær aðgerðr vegna hnémeiðsla og óttast var að hann þyrfti að fara í þá þriðju vegna þess að bati hans var hægur.
Útvarpsstöðin RAC1 í Katalóníu segir að staðan sé hinsvegar loksins að verða betri og líkur á að þriðja aðgerðin sé óþörf.
Nýlega greindi El Mundo Deportivo frá því að bólgur í hnénu á honum væru að valda honum það miklum óþægindum að hann átti í erfiðleikjum með svefn.
Fati hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu og eitt í fjórum landsleikjum fyrir Spán. Mikil spenna er fyrir þessum efnilega leikmanni hjá Barcelona en óvíst er hvenær hann mun snúa aftur á keppnisvöllinn. Vonast er til þess að mögulega verði það áður en tímabilinu lýkur.
Athugasemdir