Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 12. apríl 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd ætlar ekki að leika sama leik með Haaland og Sancho
Manchester United vill ekki lenda í sömu stöðu í baráttunni um Erling Braut Haaland og félagið lenti í með Jadon Sancho síðastliðið sumar. The Athletic segir frá þessu.

Forráðamenn Manchester United voru í tíu vikur síðastliðið sumar að reyna að lækka verðmiðann á Sancho frá Dortmund en það gekk ekki og ekkert varð af félagaskiptunum.

Haaland er mjög eftirsóttur og samkvæmt frétt The Athletic vill United fá að vita sem fyrst hvort félagið eigi möguleika í baráttunni. Ef svo er ekki ætlar United að snúa sér að öðrum framherja.

Ljóst er að hvert sem Haaland fer þá mun hann fá risa samning. Hjá United yrði hann launahærri en David De Gea sem er launahæstur í dag með 375 þúsund pund í laun á viku.

Harry Kane, framherji Tottenham, er númer tvö á óskalista United en Daniel Levy, formaður Tottenham, ku þó ekki vilja selja leikmanninn í annað enskt félag.
Athugasemdir
banner