Miðvörðurinn Gerard Pique kom ekki við sögu í El Clasico á laugardag þegar Barcelona tapaði fyrir erkifjendum sínum í Real Madrid.
Pique hefur verið að glíma við meiðsli og hann sat allan tímann á bekknum.
Hann var hins vegar mættur inn á völlinn eftir leik, og hann var ekki sáttur. Hann var ósáttur við dómgæsluna og þá sérstaklega atvik sem átti sér stað á lokakaflanum þegar danski framherjinn Martin Braithwaite féll innan vítateigs. Barcelona-menn voru einnig ósáttir við það hversu litlum tíma var bætt við.
Starfsmaður Barcelona reyndi að koma Pique frá dómaranum en varnarmaðurinn hélt áfram og sagði: „Leyfðu mér að tala, leyfðu mér að tala."
„Þú gafst okkur ekki mikinn viðbótartíma og þú varst lengi utan vallar," heyrðist Pique segja en dómarinn var í vandræðum með tæknibúnaðinn sinn í seinni hálfleik og varð töf á leiknum vegna þess.
Pique var ekki sá eini sem pirraði sig á dómgæslunni, þjálfari hans gerði það líka.
Athugasemdir