Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   fös 12. apríl 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Ef Rodri vill ekki spila þá spilar hann ekki
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola segir að Manchester City sé í vandræðum þegar kemur að meiðslum og álagi á leikmannahópinn.

Athygli vakti þegar spænski miðjumaðurinn Rodri sagði í vikunni að hann þyrfti á hvíld að halda.

City tekur á móti Luton á morgun klukkan 15.

„Skoðið leikjadagskrána okkar og þið áttið ykkur á þessu. Rodri er svo mikilvægur fyrir okkur og kemur með svo mikil gæði. En ef leikmaður vill ekki spila þá mu hann ekki spila. Ef hann er búinn á því og uppgefinn, sem getur gerst, þá spilar annar leikmaður," segir Guardiola.

„Ég myndi elska það að gefa miðvörðunum hvíld en það eru ekki menn til staðar. Í vináatulandsleikjum Englands meiddust John Stones og Kyle Walker svo það er ekki hægt að hvíla. Við erum í stórum vandræðum."

„Ég hef fundið þá tilfinningu í síðustu leikjum að það sé þreyta. Við muum ákveða á morgun hvað við ætlum að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner