Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
   fös 12. apríl 2024 22:44
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var jafnræði fannst mér í fyrri hálfleik og erfitt að spila á móti vindinum. Þeir ná að setja okkur undir smá pressu en samt fannst mér við standa vel í en svo fannst mér við taka yfir á smá kafla í seinni hálfleik og heilt yfir bara mjög sanngjarn sigur.“
Sagði Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR við Fótbolta.net um leikinn eftir 3-1 sigur KR á Stjörnunni í Garðabæ fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

KR liðið fékk þó nokkur tækifæri upp í hendurnar þegar lið Stjörnunar gerði mistök með boltann öftustu línu og náði að refsa fyrir það í tvígang.

„Mistök eru hluti af þessu og við spilum þannig fótbolta að við pressum lið í mistök. Við setjum fullt gas í að pressa liðin hátt uppi og það er erfitt að gera ekki mistök þegar pressan er eins og góð og hún var í dag.“

KR liðið virkar í fínu formi og orkustig leikmanna á vellinum var nokkuð hátt leikinn á enda. KRingar fengu nýjann þol og styrktarþjálfara fyrir tímabilið þegar Guðjón Örn Ingólfsson tók við þeim armi þjálfunar hjá KR eftir að hafa verið hjá Víkingum undanfarin ár. Hvernig hefur Gaui eins og Guðjón er alla jafna kallaður laggst í Theodór?

„Þær hafa verið nokkrar æfingarnar í vetur og búið að pína okkur alveg rosalega. Við höfum talað um það lengi að hann var mjög mikilvægt "signing" fyrir okkur og eins og sést þá erum við í frábæru formi og það hjálpar okkur að sjálfsögðu.“

Allt viðtalið við Theodór má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner