Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. maí 2021 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV bætir við sig sóknarmanni sem ólst upp í Hollandi (Staðfest)
Seku Conneh.
Seku Conneh.
Mynd: Af vefsíðu ÍBV
ÍBV hefur bætt framherja við leikmannahóp sinn fyrir átökin í Lengjudeildinni.

„ÍBV hefur gert samning við Seku Canneh út tímabilið. Seku hefur víða komið við á sínum ferli en mikil ánægja er með að þessi öflugi framherji sé á leið til Eyja. Velkominn Seku og áfram ÍBV, alltaf, alls staðar," segir tilkynningu ÍBV.

Canneh er 25 ára gamall og er fæddur í Líberíu. Hann ólst upp í Hollandi og var meðal annars í akademíu Ajax.

Hann skoraði 11 mörk í 45 leikjum í hollensku B-deildinni með Fortuna Sittard og FC Oss snemma á ferlinum. Síðustu ár hefur hann spilað í Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Kóreu. Síðast var hann á mála hjá Las Vegas Lights í Bandaríkjunum.

Sóknarmaðurinn Gary Martin var rekinn frá ÍBV fyrir byrjun Íslandsmótsins vegna agabrots. ÍBV fékk Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en hann meiddist í fyrsta leik með Vestmannaeyingum í Mjólkurbikarnum.

ÍBV tapaði fyrsta leik sínum í Lengjudeildinni gegn Grindavík, 3-1, en fyrr í dag samdi félagið við Atla Hrafn Andrason.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner