Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. maí 2023 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn bjóða upp á sögustund fyrir leikinn við Selfoss
Lengjudeildin
Davíð Snorri stýrir umræðunni og verður með Frey sér til aðstoðar í gegnum tæknina.
Davíð Snorri stýrir umræðunni og verður með Frey sér til aðstoðar í gegnum tæknina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leiknir tekur á móti Selfossi í 2. umferð Lengjudeildar karla í kvöld en að þessu sinni er leikið á gervigrasvelli Leiknis því grasvöllurinn er ekki klár. Leikurinn hefst klukkkan 19:15.


Fyrir leikinn ætla Leiknismenn að bjóða upp á sögustund með Davíð Snorra Jónassyni þjálfara U21 árs landsliðs Íslands og Frey Alexanderssyni þjálfara Lyngby í Danmörku.

Davíð Snorri og Freyr stýrðu Leiknisliðinu árið 2014  þegar liðið vann sig í fyrsta sinn upp í efstu deild  og héldu svo áfram ævintýrinu í efstu deild ári síðar.

Davíð mun stýra sögustund frá klukkan 17:30 og rifja upp þessi tvö ár.  Allir eru velkomnir að fylgjast með og spyrja hann spjörunum úr.

 Gegnum tæknina verður Freyr líka með í félagsheimilinu þegar kafað verður djúpt í hvernig strákarnir afrekuðu það að koma litla félaginu okkar í efstu deild íslenskrar knattspyrnu í fyrsta sinn.

Ársmiðar verða til sölu á staðnum auk þess sem hægt verður að máta Errea treyjustærðir fyrir þá sem hafa hug á að festa kaup á stórglæsilegri afmælistreyju félagsins sem verður framleidd í afar takmörkuðu upplagi og aðeins einni umferð. Þess má geta að ársmiðahafar munu fá forgang á kaupum á þeim treyjum. Meira um það síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner