Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. júní 2019 09:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Dóttir Hamren heldur að Ísland sé Majorka
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Veðrið hér á Íslandi hefur verið frábært að undanförnu og ljóst að það hefur komið landsliðsþjálfaranum Erik Hamren á óvart hversu mikinn félagsskap þjóðin hefur fengið frá sólinni.

„Ég hef verið hérna í þrjár og hálfa viku og unnið að undirbúningnum á hótelinu. Það hefur verið sólskin á hverjum degi!“ sagði Hamren á fréttamannafundi eftir sigurinn gegn Tyrklandi í gær.

„Dóttir mín er hér með konunni. Hún heldur að þetta sé Majorka!"

Vísir greinir frá.

Fjölskylda Hamren hefur verið hér á Íslandi í kringum síðustu landsleiki en eftir sigurleikina gegn Albaníu og Tyrklandi sendi sænski þjálfarinn fingurkossa í átt að sínu fólki í stúkunni.

„Þetta hefur verið frábært og ég verð hérna aukadag og nýt lífsins á þessari gullfallegu eyju, og svo ætla ég að hafa það gott í sumar. Fjölskyldan er í skýjunum," sagði Hamren.
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner