Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 12. júní 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Tottenham ræðir við Lyon um Ndombele - Ber mikið á milli
Tanguy Ndombele.
Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í viðræðum við Lyon um miðjumanninn Tanguy Ndombele.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur sagt stjórnarformanninum Daniel Levy að hann vilji fá Ndombele í sinn hóp.

Ndombele er með sex landsleiki fyrir Frakkland en hann er aðeins 22 ára og hefur vakið athygli fyrir sjaldgæfa blöndu af tæknilegri getu og krafti. Hann á góðar sendingar og býr yfir miklum hraða.

Lyon veit af áhuga frá fleiri stórum félögum en Ndombele hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City, Juventus og Real Madrid.

Sagt er að félagið hafi sett 66 milljóna punda verðmiða á leikmanninn og Tottenham sé sem stendur ansi langt frá þeirri tölu.

Pochettino vill fá inn nýja leikmenn á miðsvæðið en Mousa Dembele var seldur til Kína í janúar. Tottenham hefur sýnt Donny van de Beek hjá Ajax og Nicolo Zaniolo hjá Roma áhuga en Pochettino vill hels fá fleiri en einn miðjumann.

Auk þess hefur vængmaðurinn Ryan Sessegnon, hinn 19 ára leikmaður Fulham, verið orðaður við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner