Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forsetaherra Íslands spilaði í efstu deild - Stórsigur gegn landsliðsþjálfaranum
Björn er lengst til hægri á myndinni.
Björn er lengst til hægri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Halla Tómasdóttir var nýverið kjörin forseti Íslands og tekur við embættinu í ágúst. Það er athyglisvert að eiginmaður hennar Björn Skúlason á nokkuð flottan fótboltaferil að baki.

Björn er Grindvíkingur og fór ungur að árum að spila með meistaraflokki þar í bæ. Hann hjálpaði Grindavík að komast upp í úrvalsdeild árið 1994 og á svo skráða ellefu leiki með liðinu í efstu deild 1995.

Hann skipti svo yfir í KR og spilaði þar fimm leiki sumarið 1996. Hann spilaði svo með Grindavík í efstu deild frá 1997 til 1999, og lék þá flesta leiki með liðinu. Alls lék hann 103 KSÍ-leiki og skoraði þá eitt mark.

Björn var mættur ásamt Höllu á landsleik Íslands og Austurríkis á dögunum, en Ísland vann þann leik 2-1. Fréttamenn Fótbolta.net ráku augun í það á meðan leik stóð að Björn hefði mætt Þorsteini Halldórssyni, landsliðsþjálfara Íslands, tvisvar í efstu deild sumarið 1998. Steini var með fyrirliðaband Þróttar í 1-6 tapi gegn Grindavík í ágúst það sumar, en hann fékk gult spjald í leiknum. Fyrr um sumarið mættust þeir einnig og þá hafði Þróttur betur, 0-1.

Á fréttamannafundi eftir leikinn gegn Austurríki var landsliðsþjálfarinn spurður út í Björn. „Ég verð að vera heiðarlegur með það að ég man lítið eftir honum í Grindavík. Ég man eftir honum þegar hann fór í KR, betra að spyrja Ása aðstoðarþjálfara út í hann því Ási spilaði með honum." Ásmundur Guðni Haraldsson og Björn Skúlason voru samherjar tímabilið 1996 hjá KR.

Björn spilaði einnig fótbolta á skólastyrk við Auburn Montgomery Alabama háskólann en þar var Halla einnig við nám.
Athugasemdir
banner
banner