Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 14:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn United bjuggust við því að Ten Hag yrði rekinn
Mynd: EPA
The Telegraph fjallar um það í dag að leikmenn Manchester United séu margir hverjir mjög hissa yfir þeirri niðurstöðu að Erik ten Hag verði áfram stjóri liðsins. Margir þeirra bjuggust við því að hann yrði rekinn.

Í grein Telegraph segir að leikmenn félagsins hafi fengið að vita af tíðindunum á sama tíma og almenningur, seint í gærkvöldi.

Þar segir einnig að í síðustu viku hafi leikmenn búist við því að Ten Hag væri á förum og héldu að það yrði niðurstaðan alveg þar til í gærkivöldi.

Flestir leikmenn félagsins eru í landsliðsverkefnum og voru því ekki í aðstöðu til að fá innherjaupplýsingar.

United ræddi við fimm stjóra áður en ákvörðunin var tekin og opinberuð í gærkvöldi. Leikmenn voru meðvitaðir um viðræður við aðra stjóra og það ýtti undir þá tilfinningu að Ten Hag yrði látinn fara.

Flestir leikmenn United eru sagðir ánægðir að óvissunni sé lokið og að félagið geti nú haldið áfram með sín sumarplön.
Athugasemdir
banner
banner
banner