Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   fös 12. júlí 2013 22:52
Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jó: Þeir voru með drápsleyfi á senterinn minn
Mynd: Guðný Ág
,,Ég er mjög sáttur, en þetta var allt of tæpt enda er 1-0 engin forysta. Menn taka sénsa og við brennum af víti," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA efir 0-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 KA

,,Yfirburðir okkar í fyrri hálfleik voru algjörir en mér fannst þeir missa taktinn um miðbik seinni hálfleiks en sem betur fer löndum við þessum sigri. Hann var mjög mikilvægur. Þróttarar í smá vanda en náðu flottum sigri fyrir norðan um daginn. Ég átt von á þeim aðeins beittari en góður sigur fyrir okkur á þessari stundu."

,,Ég var mjög ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik enda fengum við nægan tíma á boltann. Spilamennskan var nokkuð spræk á köflum, tókst að opna þá vel og fara upp vængina. Þetta er í fyrsta skipti sem ég stilli upp liðinu mínu frá því í vor."

,,Stigin koma og það er það sem við erum að hugsa um núna. Við áttum afar dapurt tímabil á kafla, vorum ósáttir og unnum í okkar málum og erum búnir að rétta skútuna af, en mótið er ekki einu sinni hálfnað."


Bjarni mætti gömlum félaga í dag því Zoran Miljkovic er nýorðinn þjálfari Þróttar. Hann var með Bjarna í ÍBV á sínum tíma er hann var leikmaður.

,,Jájá, ég var að mæta Zoran og á þriðjudaginn mæti ég öðrum gömlum félaga sem ég fékk til landsins á sínum tíma, Milan Stefán, þessir Serbar eru út um allt."

Breski dómarinn Sebastian Stockbridge dæmdi leikinn í dag en hvernig var að fá nýtt blóð í dómgæslunni?

,,Jújú, hann dæmdi þetta . Mér fannst samt sem áður að þeir hafi verið með drápsleyfi á senterinn minn. Ég var ekki alveg sáttur með meðhöndlunina á honum. En að öðru leyti dæmdi hann þetta ágætlega, og íslensku línuverðirnir virtust vera með þetta alveg á nótunum þó það hafi verið dæmt á ensku."
Athugasemdir
banner
banner