,,Ég er mjög sáttur, en þetta var allt of tæpt enda er 1-0 engin forysta. Menn taka sénsa og við brennum af víti," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA efir 0-1 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 1 KA
,,Yfirburðir okkar í fyrri hálfleik voru algjörir en mér fannst þeir missa taktinn um miðbik seinni hálfleiks en sem betur fer löndum við þessum sigri. Hann var mjög mikilvægur. Þróttarar í smá vanda en náðu flottum sigri fyrir norðan um daginn. Ég átt von á þeim aðeins beittari en góður sigur fyrir okkur á þessari stundu."
,,Ég var mjög ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik enda fengum við nægan tíma á boltann. Spilamennskan var nokkuð spræk á köflum, tókst að opna þá vel og fara upp vængina. Þetta er í fyrsta skipti sem ég stilli upp liðinu mínu frá því í vor."
,,Stigin koma og það er það sem við erum að hugsa um núna. Við áttum afar dapurt tímabil á kafla, vorum ósáttir og unnum í okkar málum og erum búnir að rétta skútuna af, en mótið er ekki einu sinni hálfnað."
Bjarni mætti gömlum félaga í dag því Zoran Miljkovic er nýorðinn þjálfari Þróttar. Hann var með Bjarna í ÍBV á sínum tíma er hann var leikmaður.
,,Jájá, ég var að mæta Zoran og á þriðjudaginn mæti ég öðrum gömlum félaga sem ég fékk til landsins á sínum tíma, Milan Stefán, þessir Serbar eru út um allt."
Breski dómarinn Sebastian Stockbridge dæmdi leikinn í dag en hvernig var að fá nýtt blóð í dómgæslunni?
,,Jújú, hann dæmdi þetta . Mér fannst samt sem áður að þeir hafi verið með drápsleyfi á senterinn minn. Ég var ekki alveg sáttur með meðhöndlunina á honum. En að öðru leyti dæmdi hann þetta ágætlega, og íslensku línuverðirnir virtust vera með þetta alveg á nótunum þó það hafi verið dæmt á ensku."
Athugasemdir