Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Porto gengur frá kaupum á Samu (Staðfest)
Sainz á leiðinni frá Norwich
Mynd: EPA
Mynd: Porto
Portúgalska stórveldið FC Porto er búið að festa kaup á framherjanum öfluga Samu Aghehowa, sem er sá leikmaður sem hækkaði hvað mest í verði í heimsfótboltanum í vetur.

Verðmat á Samu, sem hét áður Samu Omorodion en gengur núna undan nafninu Aghehowa, rauk upp úr öllu valdi í vetur þegar hann byrjaði að raða inn mörkum með Porto.

Porto keypti meirihluta í leikmanninum frá Atlético Madrid í fyrrasumar en Atlético hélt tæpum 40% hlut í leikmanninum, sem Porto er núna búið að kaupa.

Samu valdi Porto framyfir önnur félög á borð við Chelsea, Aston Villa, Napoli og West Ham síðasta sumar.

Porto er núna búið að kaupa síðustu 35% í leikmanninum frá Atlético fyrir 12 milljónir evra. Félagið borgaði 5 milljónir fyrir 15% sem part af ákvæði í kaupsamningi Samu frá því í fyrra og samdi svo við Atlético um að greiða 7 milljónir fyrir hin 20% sem voru eftir.

Samu er 21 árs Spánverji sem skoraði 27 mörk í 45 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Porto. Hann á tvo A-landsleiki að baki fyrir Spán.

Samkvæmt grein CIES Football Observatory frá því í mars var Samu í fyrsta sæti í heimi yfir þá leikmenn sem höfðu hækkað mest í verðgildi á tímabilinu.

Estevao, sem er að ganga til liðs við Chelsea í sumar, var í öðru sæti á þeim lista og Ben Doak, kantmaður Liverpool á láni hjá Middlesbrough, í þriðja sæti.

Porto er einnig að kaupa Borja Sainz úr röðum Norwich City fyrir um 17 milljónir evra.


Athugasemdir