mið 12. ágúst 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi klukkutíma lengur á jóladag í vonskuveðri
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Adams, sem starfar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandinu í Wales, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé besti leikmaður sem hann hefur þjálfað.

Adams starfaði áður við þjálfun hjá Swansea og þar vann hann með íslenska landsliðsmanninum.

Hann settist niður fyrir Youtube-rás Coaches' voice og svaraði spurningum fylgjenda þeirra. Fyrsta spurningin var: 'Hver er besti leikmaður sem þú hefur þjálfað'.

„Ég myndi nefna Gylfa Sigurðsson. Hann var alltaf tilbúinn að gera aukaæfingar. Hann er frábær spyrnumaður en hann varði svo miklum tíma í aukaæfingar, einn frá hópnum. Ég man einu sinni á jóladag og við höfðum tekið æfingu fyrir leik á öðrum degi jóla. Það snjóaði, það var hræðilegt veður en hann var úti á velli klukkutíma eftir æfingu á meðan aðrir fóru heim," sagði Adams.

„Það eru mikilvæg skilaboð fyrir ungu leikmennina að bestu leikmennirnir fara ekki bara beint heim eftir æfingu. Ég naut þess mjög að vinna með Gylfa," sagði Adams sem nefnir einnig yngri leikmenn eins og Joe Rodon og Daniel James. Leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner