Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 12. ágúst 2024 22:46
Elvar Geir Magnússon
Valur kaupir Skoglund (Staðfest)
Albin Skoglund er kominn í Val.
Albin Skoglund er kominn í Val.
Mynd: Valur
Viktor Unnar Illugason og Srdjan Tufegdzic, Túfa.
Viktor Unnar Illugason og Srdjan Tufegdzic, Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur keypt hinn 27 ára gamla Albin Skoglund frá sænska B-deildarfélaginu Utsiktens BK og er hann þegar kominn með leikheimild með félaginu.

Albin gerir samning við Val út tímabilið 2026 en hann hefur leikið yfir 100 leiki í næst efstu deild í Svíþjóð og á að baki nokkra unglingalandsleiki.

Albin er uppalinn í Hacken en hefur einnig leikið fyrir Örgryte, IK Oddevold og Ljungskilde SK í heimalandinu.

Albin er mættur til landsins og mun mæta á sína fyrstu æfingu með Val á morgun og verður leikfær í stórleiknum gegn Breiðablik á fimmtudag.

Styrkir liðið í komandi baráttu
„Albin Skoglund er að koma úr liði í sænsku B-deildinni sem er deild sem ég persónulega þekki mjög vel enda þjálfaði ég þar og Albin er hörku leikmaður. Ég myndi lýsa honum sem sóknarsinnuðum leikmanni sem getur spilað bæði inni á miðjunni en líka á kantinum. Albin er kraftmikill, tæknilega góður og með mikla hlaupagetu. Hann hefur spilað yfir 100 leiki í sænsku B-deildinni sem segir margt um hæfileika hans. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að semja við hann og er þess fullviss að hann muni styrkja okkur í komandi baráttu,“ segir Túfa þjálfari Vals, í tilkynningu frá félaginu.

Albin sjálfur er spenntur fyrir komandi baráttu með Val.

„Valur er með hörku leikmannahóp og ég hlakka til að takast á við nýja áskorun. Ég hef alltaf spilað í Svíþjóð og það er mjög spennandi að fá að máta sig við deildina hér á Íslandi sem er mjög öflug. Það verður gaman að spila með leikmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og Hólmari sem ég þekki til. Ég mun gera mitt besta til þess að Valur nái þeim árangri sem ég veit að félagið stefnir að,“ segir Albin Skoglund.

Skoða fleiri möguleika
Gluggadagurinn er á morgun og það gætu komið fleiri tilkynningar frá Val.

„Við höfum misst tvo öfluga leikmann úr leikmannahópi okkar núna í glugganum þá Adam Ægi Pálsson sem er að byrja af krafti með Perugia á Ítalíu og svo Guðmund Andra Tryggvason sem við seldum í KR. Við viljum nota tækifærið og þakka Guðmundi Andra fyrir framlag hans til Vals og óskum honum alls hins besta í vesturbænum. Þá höfum við kallað Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki auk þess sem við erum að vinna að því að skoða fleiri möguleika,“ segir Björn Steinar Jónsson varaformaður knattspyrnudeildar Vals.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner