Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 14:43
Elvar Geir Magnússon
Mikill viðbúnaður vegna leiks Víkings í Kaupmannahöfn
Stuðningsmenn Bröndby voru til vandræða á fyrri leiknum.
Stuðningsmenn Bröndby voru til vandræða á fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudaginn verður seinni leikur Bröndby og Víkings í forkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingur vann fyrri leikinn 3-0 og er í ansi góðri stöðu.

Læti voru í stuðningsmönnum Bröndby í kringum fyrri leikinn hér á landi, hópur var með ofbeldisfulla hegðun og vann skemmdarverk á heimavelli Víkings.

Búist er við því að 2-300 stuðningsmenn Víkings fari út á seinni leikinn og sú tala gæti svo tvöfaldast þegar Íslendingar á svæðinu bætast við.

UEFA hefur ákveðið að setja leikinn á hæsta öryggisstig en þá er viðbúnaður aukinn og löggæsla meiri en á hefðbundnum Evrópuleikjum.

Fram kemur á mbl.is að ríkislögreglustjóri hafi verið í góðum samskiptum við Bröndby í aðdraganda leiksins.
Athugasemdir
banner
banner