
Íslenska kvennalandsliðið mætir Ísrael á Laugardalsvelli á morgun í undankeppni HM. Freyr Alexandersson þjálfari segir að með þessum leik hefjist í raun undirbúningur fyrir undankeppni EM en HM-draumurinn hefur verið settur á bið og ljóst að íslenska liðið fer ekki áfram úr riðlinum,
Ísland mætir svo Serbíu á Laugardalsvelli á miðvikudag en líklegt er að það verði kveðjuleikur Þóru B. Helgadóttur markvarðar sem leggur landsliðsskóna á hilluna eftir þessi verkefni.
„Þóra er einn fremsti markvörður í kvennaknattspyrnu í mörg ár. Ég hef ekki séð markvörð með betri spyrnutækni og leikskilning. Við munum sakna Þóru gríðarlega. Ég vonast til þess að hún haldi áfram að starfa innan fótboltans og kenni markvörðum að sparka í bolta," sagði Freyr fyrir æfingu í dag.
Viðtalið við Frey má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann um leikinn á morgun.
Athugasemdir