Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. september 2019 14:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: focus-wtv.be 
Svarar stjórnendum Roeselare fullum hálsi
Marco Manzo, núverandi framkvæmdastjóri.
Marco Manzo, núverandi framkvæmdastjóri.
Mynd: Getty Images
Arnar Grétarsson, þjálfari Roeselare.
Arnar Grétarsson, þjálfari Roeselare.
Mynd: Getty Images
Belgíska B-deildarfélagið Roeselare er mikið til umfjöllunar í belgískum fjölmiðlum en Arnar Grétarsson er þjálfari liðsins.

Félagið var dæmt gjaldþrota í vikunni en stjórnendur þess vinna að því að fá dóminn felldan niður. Málið verður tekið fyrir í næstu viku.

Brian Tevreden, fyrrum framkvæmdastjóri Roeselare, hefur nú stigið fram í fjölmiðlum og svarað eftirmanni sínum, Marco Manzo, fullum hálsi.

Roeselare var dæmt gjaldþrota eftir að eigandi veitingastaðar fór í mál við félagið vegna skulda. Leikmenn liðsins voru vanir því að borða á staðnum á síðasta tímabili en reikningurinn var ekki greiddur.

Þegar málið var tekið fyrir mætti enginn fulltrúi frá Roeselare og var félagið í kjölfarið dæmt gjaldþrota.

Eftir dóminn kom yfirlýsing frá félaginu þar sem fyrrum stjórn þess var kennt um og sagt að núverandi stjórnarmenn hefðu ekki vitað af þessum skuldum. Sagt var að búið væri að standa við allar skuldbindingar og fjárhagsmálin komin í góðan farveg.

Brian Tevreden segir að logið sé í yfirlýsingunni og hefur opinberað tölvupóstsamskipti sem eiga að sanna að nýja stjórnin hafi verið algjörlega meðvituð um allar skuldir.

„Mér þykir mjög leiðinlegt hvað er í gangi með Roeselare en yfirlýsing félagsins kemur mér á óvart. Þau benda á gömlu stjórnina og segjast ekki hafa fengið upplýsingar en það er algjört bull," segir Tevreden.

Samskiptin sem hann hefur opinberað í fjölmiðlum eru frá 5. ágúst.

„Ég segi við hann (Marco Manzo): Vertu leiðtogi, segðu að það hafi verið gerð mistök og að þau verði leiðrétt. Ekki kasta skít á annað fólk. Nýja stjórnin gerði mistök og verður að leysa þau."

„Það sem er í gangi er sorglegt fyrir stuðningsmenn en ég vonast að málið lagist. Ég er bjartsýnn á að þetta mál endi vel."
Athugasemdir
banner
banner