FH mætir Breiðabliki í stórleik í Pepsi Max-deildinni á morgun.
FH-ingar verða án lykilmanna í leiknum. Þeir Hörður Ingi Gunnarsson og Jónatan Ingi Jónsson geta ekki spilað með liðinu í leiknum. Jónatan fékk höfuðhögg gegn Stjörnunni.
„Jónatan lenti í samstuði og fékk heilahristing. Það er þannig að það eru engir sénsar teknir og við förum algerlega eftir ráðleggingum lækna. Við sjáum hvernig hann verður næsta daga," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, í samtali við vefsvæði félagsins á Facebook.
Hörður Ingi er í leikbanni og verður þess vegna ekki með. „Sem betur fer erum við með fullt af mönnum sem geta komið inn."
FH er í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar, þremur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti.
Athugasemdir