Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   sun 12. september 2021 11:36
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Er það ekki líklegt?
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær, þetta er það sem er búið að vera vinna látlaust að í tvö ár og getum ekki verið ánægðari en eftir þennan leik. Þetta var erfiður leikur en þetta hafðist og við erum komnir upp Í Pepsi Max þar sem ÍBV á heima. “
Voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV eftir sigur liðsins á Þrótti sem tryggði Eyjamönnum sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Lið ÍBV byrjaði mótið ekki vel þetta sumarið og tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Stígandi hefur þó einkennt leik liðsins en um tímabilið sem heild sagði Helgi.

„Já það er búinn að vera mikill karakter í þessu liði og auðvitað byrjum við þetta mót ekkert vel og það var mikið rætt á þeim tíma meðal annars um mig og aðra hluti en við snerum blaðinu við og sýndum hvers megnugir við erum. Við stóðum saman í gegnum þetta tímabil sem einn maður og það er að skila okkur þessu árangri í dag. “

Líkt og Helgi kom inn á var talsvert rætt um hans stöðu hjá ÍBV eftir erfiða byrjun í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Fréttaritari spurði bara hreint út hvort það væri ekki enn sætara fyrir Helga að stýra liði ÍBV upp og sýna þeim sem ekki höfðu trú á að hann væri rétti maðurinn í starfið að þeir hefðu rangt fyrir sér?

„Já það er búið að bíða lengi eftir því. Maður vill ekkert vera að svara fyrir svona nema inná vellinum og við gerðum það sem er aðalatriðið. Auðvitað verður maður var við umræðuna en maður þarf að halda haus í þessu. Menn mega hafa sínar skoðanir á mér en sannleikurinn er sá að nú fagna ég í annað skiptið á 3-4 árum að fara með lið upp úr þessari deild í Pepsi deildina og ég er bara mjög ánægður með það sem á mig hefur verið lagt. Við getum ekkert ráðið hvað menn segja um liðið og þjálfarann við verðum bara að halda haus og við gerðum það og fögnum vel í kvöld.“

Helgi var að lokum spurður hvort hann yrði þjálfari ÍBV að ári?

„Er það ekki líklegt?“

Svaraði Helgi skælbrosandi en allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner