Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 12. september 2021 11:36
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Er það ekki líklegt?
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær, þetta er það sem er búið að vera vinna látlaust að í tvö ár og getum ekki verið ánægðari en eftir þennan leik. Þetta var erfiður leikur en þetta hafðist og við erum komnir upp Í Pepsi Max þar sem ÍBV á heima. “
Voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV eftir sigur liðsins á Þrótti sem tryggði Eyjamönnum sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Lið ÍBV byrjaði mótið ekki vel þetta sumarið og tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Stígandi hefur þó einkennt leik liðsins en um tímabilið sem heild sagði Helgi.

„Já það er búinn að vera mikill karakter í þessu liði og auðvitað byrjum við þetta mót ekkert vel og það var mikið rætt á þeim tíma meðal annars um mig og aðra hluti en við snerum blaðinu við og sýndum hvers megnugir við erum. Við stóðum saman í gegnum þetta tímabil sem einn maður og það er að skila okkur þessu árangri í dag. “

Líkt og Helgi kom inn á var talsvert rætt um hans stöðu hjá ÍBV eftir erfiða byrjun í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Fréttaritari spurði bara hreint út hvort það væri ekki enn sætara fyrir Helga að stýra liði ÍBV upp og sýna þeim sem ekki höfðu trú á að hann væri rétti maðurinn í starfið að þeir hefðu rangt fyrir sér?

„Já það er búið að bíða lengi eftir því. Maður vill ekkert vera að svara fyrir svona nema inná vellinum og við gerðum það sem er aðalatriðið. Auðvitað verður maður var við umræðuna en maður þarf að halda haus í þessu. Menn mega hafa sínar skoðanir á mér en sannleikurinn er sá að nú fagna ég í annað skiptið á 3-4 árum að fara með lið upp úr þessari deild í Pepsi deildina og ég er bara mjög ánægður með það sem á mig hefur verið lagt. Við getum ekkert ráðið hvað menn segja um liðið og þjálfarann við verðum bara að halda haus og við gerðum það og fögnum vel í kvöld.“

Helgi var að lokum spurður hvort hann yrði þjálfari ÍBV að ári?

„Er það ekki líklegt?“

Svaraði Helgi skælbrosandi en allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner