Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   sun 12. september 2021 11:36
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Er það ekki líklegt?
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær, þetta er það sem er búið að vera vinna látlaust að í tvö ár og getum ekki verið ánægðari en eftir þennan leik. Þetta var erfiður leikur en þetta hafðist og við erum komnir upp Í Pepsi Max þar sem ÍBV á heima. “
Voru fyrstu viðbrögð Helga Sigurðssonar þjálfara ÍBV eftir sigur liðsins á Þrótti sem tryggði Eyjamönnum sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  2 Þróttur R.

Lið ÍBV byrjaði mótið ekki vel þetta sumarið og tapaði fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Stígandi hefur þó einkennt leik liðsins en um tímabilið sem heild sagði Helgi.

„Já það er búinn að vera mikill karakter í þessu liði og auðvitað byrjum við þetta mót ekkert vel og það var mikið rætt á þeim tíma meðal annars um mig og aðra hluti en við snerum blaðinu við og sýndum hvers megnugir við erum. Við stóðum saman í gegnum þetta tímabil sem einn maður og það er að skila okkur þessu árangri í dag. “

Líkt og Helgi kom inn á var talsvert rætt um hans stöðu hjá ÍBV eftir erfiða byrjun í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Fréttaritari spurði bara hreint út hvort það væri ekki enn sætara fyrir Helga að stýra liði ÍBV upp og sýna þeim sem ekki höfðu trú á að hann væri rétti maðurinn í starfið að þeir hefðu rangt fyrir sér?

„Já það er búið að bíða lengi eftir því. Maður vill ekkert vera að svara fyrir svona nema inná vellinum og við gerðum það sem er aðalatriðið. Auðvitað verður maður var við umræðuna en maður þarf að halda haus í þessu. Menn mega hafa sínar skoðanir á mér en sannleikurinn er sá að nú fagna ég í annað skiptið á 3-4 árum að fara með lið upp úr þessari deild í Pepsi deildina og ég er bara mjög ánægður með það sem á mig hefur verið lagt. Við getum ekkert ráðið hvað menn segja um liðið og þjálfarann við verðum bara að halda haus og við gerðum það og fögnum vel í kvöld.“

Helgi var að lokum spurður hvort hann yrði þjálfari ÍBV að ári?

„Er það ekki líklegt?“

Svaraði Helgi skælbrosandi en allt viðtalið við Helga má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner