Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. september 2022 21:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís spilaði fyrri hálfleikinn í bikarsigri - Sverrir og Birkir í sigurliðum
Glódís Perla
Glódís Perla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern Munchen sem heimsótti 2. deildar liðið Ingolstadt í þýska bikarnum í kvöld.


Gæðamunurinn á liðunum var greinilegur en staðan var 4-0 Bayern í vil í hálfleik. Stjóri Bayern gerði fjórar breytingar á liðinu strax í háflleik og Glódís var ein þeirra sem hvar sett á bekkinn.

Bayern bætti þremur mörkum við í síðari hálfleik og 7-0 sigur staðreynd.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Trelleborg í 2-1 sigri liðsins á Orgryte í næstefstu deild í Svíþjóð. Kalmar og Hacken áttust við í Íslendingaslag í efstu deildinni. Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Kalmar á meðan Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn fyrir Hacken.

Liðin skyldu jöfn 1-1. Trelleborg er í 5. sæti með 36 stig eftir 23 leiki í næst efstu deild. Hacken er á toppi efstu deildar með 46 stig eftir 22 leiki, stigi á undan Djurgarden. Kalmar er með 37 stig í 6. sæti.

Aron Sigurðarson lék 76 mínútur í 2-1 tapi Horsens gegn Viborg í efstu deildinni í Dannmörku. Horsens er í 7. sæti með 11 stig, stigi á eftir Íslendingaliði FC Kaupmannahafnar eftir 9 umferðir.

Sverrir Ingi og Birkir í sigurliðum

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem tók á móti Lamia í efstu deildinni í Grikklandi. PAOK sigraði leikinn en eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks. PAOK er í 2. sæti með 10 stig eftir fjóra leiki, tveimur stigum á eftir Herði Magnússyni og félögum í Panathinaikos.

Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður undir lok leiksins í dramatískum sigri Adana Demirspor gegn Trabzonspor í efstu deildinni í Tyrklandi.

Staðan var 2-1 fyrir Adana þegar Birkir kom inná á 80. mínútu en Trabzonspor jafnaði metin stuttu síðar. Það var síðan komið vel framyfir venjulegan leiktíma þegar Adana skoraði sigurmarkið. Adana er í 4. sæti eftir 6 leiki, stigi á eftir toppliði Konyaspor.


Athugasemdir
banner
banner