Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 12. september 2022 21:35
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Ýr: Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!'
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er ekkert smá glöð," sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur eftir 2 - 3 útisigur á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Keflavík

„Við ætluðum að koma með þvílíka vinnusemi og baráttu og vera þéttar til baka með þéttum tveimur línum. Mér fannst við gera það mjög vel og stoppa vel spilandi Þróttarlið."

Keflavík voru slakar í síðasta leik sem var 0-2 tap gegn Selfossi, sat það í þeim og gátu þær nýtt það í þennan leik?

„Já ég held það, við vissum alveg upp á okkur sökina í þeim leik og það var gott að geta nýtt það í þennan leik," sagði Kristrún.

„Við vorum ekki með pressu á okkur og komum afslappaðar inn í leikinn. Okkur leið vel og það var mjög góður bragur. Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!' þegar við vorum að byrja leikinn. Það var áberandi hjá okkur að vera afslappaðar og við þorðum."

Keflavík var 0 - 2 yfir í hálfleik en Þróttur minnkaði svo muninn í byrjun hálfleiksins en þá skoraði Keflavík þriðja markið mínútu síðar.

„Ég var ekkert smá ánægð með að ná að halda þessum tveimur mörkum frá. Þá gat maður aðeins andað léttar. Svo kom smá kitl í magann þegar nokkrar mínútur voru eftir og þær minnkuðu muninn í eitt mark en við náðum að halda það út."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.


Athugasemdir