Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
   mán 12. september 2022 21:35
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Ýr: Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!'
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er ekkert smá glöð," sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur eftir 2 - 3 útisigur á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Keflavík

„Við ætluðum að koma með þvílíka vinnusemi og baráttu og vera þéttar til baka með þéttum tveimur línum. Mér fannst við gera það mjög vel og stoppa vel spilandi Þróttarlið."

Keflavík voru slakar í síðasta leik sem var 0-2 tap gegn Selfossi, sat það í þeim og gátu þær nýtt það í þennan leik?

„Já ég held það, við vissum alveg upp á okkur sökina í þeim leik og það var gott að geta nýtt það í þennan leik," sagði Kristrún.

„Við vorum ekki með pressu á okkur og komum afslappaðar inn í leikinn. Okkur leið vel og það var mjög góður bragur. Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!' þegar við vorum að byrja leikinn. Það var áberandi hjá okkur að vera afslappaðar og við þorðum."

Keflavík var 0 - 2 yfir í hálfleik en Þróttur minnkaði svo muninn í byrjun hálfleiksins en þá skoraði Keflavík þriðja markið mínútu síðar.

„Ég var ekkert smá ánægð með að ná að halda þessum tveimur mörkum frá. Þá gat maður aðeins andað léttar. Svo kom smá kitl í magann þegar nokkrar mínútur voru eftir og þær minnkuðu muninn í eitt mark en við náðum að halda það út."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner