Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 12. september 2022 21:35
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Ýr: Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!'
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er ekkert smá glöð," sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur eftir 2 - 3 útisigur á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Keflavík

„Við ætluðum að koma með þvílíka vinnusemi og baráttu og vera þéttar til baka með þéttum tveimur línum. Mér fannst við gera það mjög vel og stoppa vel spilandi Þróttarlið."

Keflavík voru slakar í síðasta leik sem var 0-2 tap gegn Selfossi, sat það í þeim og gátu þær nýtt það í þennan leik?

„Já ég held það, við vissum alveg upp á okkur sökina í þeim leik og það var gott að geta nýtt það í þennan leik," sagði Kristrún.

„Við vorum ekki með pressu á okkur og komum afslappaðar inn í leikinn. Okkur leið vel og það var mjög góður bragur. Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!' þegar við vorum að byrja leikinn. Það var áberandi hjá okkur að vera afslappaðar og við þorðum."

Keflavík var 0 - 2 yfir í hálfleik en Þróttur minnkaði svo muninn í byrjun hálfleiksins en þá skoraði Keflavík þriðja markið mínútu síðar.

„Ég var ekkert smá ánægð með að ná að halda þessum tveimur mörkum frá. Þá gat maður aðeins andað léttar. Svo kom smá kitl í magann þegar nokkrar mínútur voru eftir og þær minnkuðu muninn í eitt mark en við náðum að halda það út."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner