Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 12. september 2022 21:35
Mist Rúnarsdóttir
Kristrún Ýr: Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!'
Kvenaboltinn
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Kristrún Ýr í leik með Keflavík fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er ekkert smá glöð," sagði Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur eftir 2 - 3 útisigur á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Keflavík

„Við ætluðum að koma með þvílíka vinnusemi og baráttu og vera þéttar til baka með þéttum tveimur línum. Mér fannst við gera það mjög vel og stoppa vel spilandi Þróttarlið."

Keflavík voru slakar í síðasta leik sem var 0-2 tap gegn Selfossi, sat það í þeim og gátu þær nýtt það í þennan leik?

„Já ég held það, við vissum alveg upp á okkur sökina í þeim leik og það var gott að geta nýtt það í þennan leik," sagði Kristrún.

„Við vorum ekki með pressu á okkur og komum afslappaðar inn í leikinn. Okkur leið vel og það var mjög góður bragur. Anita sagði 'vá ég finn góðan anda!' þegar við vorum að byrja leikinn. Það var áberandi hjá okkur að vera afslappaðar og við þorðum."

Keflavík var 0 - 2 yfir í hálfleik en Þróttur minnkaði svo muninn í byrjun hálfleiksins en þá skoraði Keflavík þriðja markið mínútu síðar.

„Ég var ekkert smá ánægð með að ná að halda þessum tveimur mörkum frá. Þá gat maður aðeins andað léttar. Svo kom smá kitl í magann þegar nokkrar mínútur voru eftir og þær minnkuðu muninn í eitt mark en við náðum að halda það út."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner