Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. september 2022 09:33
Elvar Geir Magnússon
Liverpool og Man Utd vilja Sangare - Liverpool hefur áhuga á Luiz
Powerade
Fílabeinsstrendingurinn Ibrahim Sangare.
Fílabeinsstrendingurinn Ibrahim Sangare.
Mynd: EPA
Barcelona mun aftur reyna að selja De Jong í janúar.
Barcelona mun aftur reyna að selja De Jong í janúar.
Mynd: Getty Images
Postecoglou er orðaður við Brighton.
Postecoglou er orðaður við Brighton.
Mynd: Getty Images
Þá er aftur kominn mánudagur. Kane, De Jong, Karius, Depay, Pulisic, Sangare, Luiz og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Liverpool ætlar að keppa við Manchester United um miðjumanninn Ibrahim Sangare (24) hjá PSV Eindhoven. Hann hefur einnig verið orðaður við West Ham, Leicester og AC Milan. (Calciomercato)

Liverpool hefur einnig áhuga á að frá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (24) hjá Aston Villa. Liverpool er tilbúið að bjóða Alex Oxlade-Chamberlain (29) sem hluta af tilboðinu. (Express)

Hasan Salihamidzic, íþróttastjóri Bayern München, segir engar viðræður hafa átt sér stað við Tottenham um möguleg kaup á enska landsliðsfyrirliðanum Harry Kane (29). (Sport1)

Barcelona mun reyna að nýju að selja hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) í janúarglugganum. De Jong virtist á leið til Manchester United í sumar á 63 milljónir punda en ekkert varð af því. (Forbes)

Newcastle United bíður með að tilkynna stuttan samning við þýska markvörðinn Loris Karius (29) af virðingu við fráfall Elísabetar Englandsdrottningar. (Northern Echo)

Manchester United hafnaði möguleikum á að fá Memphis Depay (28) aftur til félagsins frá Barcelona og að fá Christian Pulisic (23) frá Chelsea í sumarglugganum. (Fabrizio Romano)

Leikmenn Manchester United telja að Cristiano Ronaldo (37) vilji enn yfirgefa Old Trafford og muni reyna að komast burt í janúar. (Sun)

Möguleikar Chelsea á að fá Rafael Leao (23) frá AC Milan hafa aukist þar sem viðræður portúgalska leikmannsins um nýjan samning í Mílanó ganga illa. Launakröfur hans hindra viðræður. (Corriere dello Sport)

Ange Postecoglou (57), stjóri Celtic, er meðal þeirra sem orðaðir eru við stjórastarfið hjá Brighton eftir að Graham Potter hætti til að taka við Chelsea. (Times)

Kieran McKenna (36), stjóri Ipswich, segir að einbeiting sín sé á að koma liðinu upp úr C-deildinni. Hann er meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Brighton. (Manchester Evening News)

Everton hefur áhuga á Adama Traore (27), vængmanni frá Malí sem hefur skorað 12 mörk í 12 leikjum fyrir Ferencvaros í Ungverjalandi. (Calciomercato)

Andy Carroll (33) er á leið aftur til Reading í Championship-deildinni en sóknarmaðurinn reyndi er án félags. (Reading Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner