Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. september 2022 16:15
Innkastið
Telja engar líkur á að Óli Jó verði áfram með Val
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn eru nú átta stigum frá þriðja sætinu eftir 1-0 tap gegn Leikni í Breiðholtinu í gær. Valsmenn voru skelfilegir í leiknum og töpuðu þrátt fyrir að vera manni fleiri nánast allan leikinn.

„Það var sjokkerandi hversu lélegir Valsmenn voru í þessum leik. Lélegar sendingar, ógeðslega lélegar ákvarðanatökur trekk í trekk, voru hægir og virkuðu áhugalausir og virtust illa undirbúnir fyrir þennan leik," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Hægir er það orð sem ég tek aðallega út úr þessu. Þetta var hugmyndasnautt. Það var verið að reyna djúpar fyrirgjafir sem fóru í gegnum pakkann og út af. Það var allt hægt, fyrirsjáanlegt og það vantaði alla orku í sóknarleikinn," sagði Sæbjörn Steinke.

„Þetta var leikur sem Valur mátti ekki tapa til að halda í vonina um mögulegt Evrópusæti," sagði Elvar.

Rætt var um umfjöllun Þungavigtarinnar þar sem Ríkharð Óskar Guðnason sagðist hafa það frá ónefndum leikmanni Vals að enginn sérstakur undirbúningur hafi verið hjá Ólafi fyrir leikinn og liðið hafi tekið endurheimt daginn eftir síðasta leik með því að fara í golf.

Í Innkastinu telja menn það ljóst að Ólafur, sem samdi út tímabilið eftir að Heimir Guðjónsson var rekinn, verði ekki áfram með Val á næsta tímabili. Heimir Hallgrímsson og Arnar Grétarsson eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið.
Innkastið - Draumaumferð KA, glataðir Valsarar og Stjarnan í frjálsu falli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner