Manchester City hefur kynnt fjórðu treyju sína þetta tímabilið en þessi nýjasta treyja er tileinkuð hljómsveitinni Oasis. Noel Gallagher tók þátt í að hanna treyjuna.
Liturinn á treyjunni er í anda Definitely Maybe, fyrstu breiðskífu bresku rokkhljómsveitarinnar, og í myndatökunni er hermt eftir herberginu sem er framan á plötunni.
30 ár eru síðan platan var gefin út en eins og allir lesendur ættu að vita er Oasis að koma saman aftur og skella sér í tónleikaferðalag.
City hefur staðfest að treyjan verði aðeins notuð í völdum leikjum í Meistaradeildinni en liðið mun klæðast henni gegn Inter í næstu viku.
„Ég elskaði City fyrst af öllu, ég heillaðist af City áður en ég heillaðist af tónlist," segir Gallagher en fyrir aftan kraga treyjunnar er áritun hans.
Liturinn á treyjunni er í anda Definitely Maybe, fyrstu breiðskífu bresku rokkhljómsveitarinnar, og í myndatökunni er hermt eftir herberginu sem er framan á plötunni.
30 ár eru síðan platan var gefin út en eins og allir lesendur ættu að vita er Oasis að koma saman aftur og skella sér í tónleikaferðalag.
City hefur staðfest að treyjan verði aðeins notuð í völdum leikjum í Meistaradeildinni en liðið mun klæðast henni gegn Inter í næstu viku.
„Ég elskaði City fyrst af öllu, ég heillaðist af City áður en ég heillaðist af tónlist," segir Gallagher en fyrir aftan kraga treyjunnar er áritun hans.
Unboxing the Definitely City kit with Noel Gallagher himself ???? pic.twitter.com/pNCmeouOl3
— Manchester City (@ManCity) September 12, 2024
Athugasemdir