Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   fim 12. september 2024 10:21
Elvar Geir Magnússon
Noel Gallagher tók þátt í að hanna nýja treyju City
Ederson í Oasis treyjunni.
Ederson í Oasis treyjunni.
Mynd: Manchester City
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur kynnt fjórðu treyju sína þetta tímabilið en þessi nýjasta treyja er tileinkuð hljómsveitinni Oasis. Noel Gallagher tók þátt í að hanna treyjuna.

Liturinn á treyjunni er í anda Definitely Maybe, fyrstu breiðskífu bresku rokkhljómsveitarinnar, og í myndatökunni er hermt eftir herberginu sem er framan á plötunni.

30 ár eru síðan platan var gefin út en eins og allir lesendur ættu að vita er Oasis að koma saman aftur og skella sér í tónleikaferðalag.

City hefur staðfest að treyjan verði aðeins notuð í völdum leikjum í Meistaradeildinni en liðið mun klæðast henni gegn Inter í næstu viku.

„Ég elskaði City fyrst af öllu, ég heillaðist af City áður en ég heillaðist af tónlist," segir Gallagher en fyrir aftan kraga treyjunnar er áritun hans.


Athugasemdir
banner