banner
   lau 12. október 2019 14:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher með skot á Neville: Gott að vera laus við hann
Mynd: Getty Images
Liverpool leikur goðsagnaleik á Ibrox vellinum í Glasgow þegar liðið mætir Rangers. Jamie Carragher er í liði Liverpool í dag en hann spilaði síðast í kveðjuleik Vincent Kompany í haust. Þá var hann í liði með Gary Neville, samstarfsmanni sínum hjá Sky Sports.

Þá fengu þeir á sig mark eftir rúma mínútu og kenndur hvor öðrum um. Neville þurfti að fara af velli meiddur og Carragher sagði liðið hafa spilað betur með Neville utanvallar.

Carragher hélt áfram að skjóta á Neville því á Instagram birtir hann mynd af Liverpool treyjunni fyrir leikinn í dag. Þar segir hann að það sé gott að Neville sé ekki í liðinu, eðlilega svo sem þar sem Neville var leikmaður Manchester United.

Ásamt Carragher verða þeir Jason McAteer, Glen Johnson og Luis Enrique í vörninni. Steven Gerrard verður fyrirliði Liverpool í dag. Gerrard er einnig á bekknum hjá Rangers og mun líklega leika með þeim bláu í seinni hálfleik en hann er núverandi stjóri liðsins. Dirk Kuyt, Luis Garcia, Emile Heskey, Jermaine Pennant, Patrick Berger og Jerzy Dudek eru einnig í liðinu hjá Liverpool.

Færsla Carragher: 'Rangers á móti Liverpol: Enginn Gary Neville svo ég ætti að vera öruggur'


Athugasemdir
banner
banner
banner