Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 12. október 2020 19:00
Victor Pálsson
Aouar staðfestir að hann hafi verið nálægt Arsenal
Eins og margir vita var Houssem Aouar nálægt því að ganga í raðir Arsenal í félagaskiptaglugganum sem lauk í byrjun október.

Aouar er á mála hjá Lyon í Frakklandi en hann er aðeins 22 ára gamall og þykir efnilegur.

Arsenal reyndi mikið að fá miðjumanninn fyrir lok gluggans en það gekk erfitt að semja við franska stórliðið.

„Ég er ánægður með að vera áfram hjá Lyon. Þetta er mín borg og mitt félag. Það fyllir mig af stolti að spila fyrir Lyon," sagði Aouar.

„Þetta snerist ekki um Arsenal eða ekkert, þetta var þó nálægt því á endanum. Að lokum þurfti að taka ákvörðun og ég er ánægður hér."

„Ég ræddi mikið við Juninho [yfirmann knattspyrnumála Lyon]. Hann sýndi trú á mér á hverjum degi og það er ánægjulegt að vinna með honum."

Athugasemdir
banner