Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. október 2020 22:30
Victor Pálsson
Wenger vill sjá Henry taka við - Heimtar titilinn fyrst
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, væri til í að sjá Thierry Henry taka við liðinu einn daginn en hann var frábær sóknarmaður fyrir liðið á sínum tíma.

Henry er orðinn þjálfari og stýrir í dag Montreal Impact í Bandaríkjunum eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.

Wenger sá um að koma Henry til Englands á sínum tíma sem leikmaður og þekkjast þeir mjög vel.

Mikel Arteta er í dag stjóri enska liðsins og vonar Wenger einnig að félagið geti unnið deildina undir hans stjórn.

„Ég vona það. Ég vona að Thierry Henry muni eiga góðan þjálfaraferil og ef það gerist gæti hann komið aftur til Arsenal einn daginn," sagði Wenger.

„Fyrir utan það þá vona ég að við getum unnið deildina áður en það gerist. Nú erum við með Mikel Arteta sem stjóra og af hverju er það ekki hægt?"

Athugasemdir
banner
banner