Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 12. október 2022 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Smári hættur með Kórdrengi (Staðfest)
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude
Davíð Smári Lamude
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude er hættur með Kórdrengi en hann staðfestir þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Davíð náði stórkostlegum árangri með liðið og kom því upp úr 4. deild og í næst efstu deild á sex árum sínum hjá félaginu.

Kórdrengir spiluðu sitt fyrsta tímabil í Íslandsmóti sumarið 2017 en Davíð hafði tekið þátt í stofnun félagsins árið á undan.

Fyrir fjórum árum komst liðið upp úr 4. deildinni eftir magnaðan árangur og fór það svo að liðið vann svo 3. deildina árið eftir og gerði gott betur en það og vann svo 2. deildina árið 2020.

Liðið var á tímapunkti hársbreidd frá því að komast svo upp í efstu deild á síðasta tímabili en liðið hafnaði í 4. sæti eftr mikla baráttu. Í sumar hafnaði það svo í 5. sæti undir stjórn Davíðs en hann hefur ákveðið að kalla þetta gott í bili.

„Ég hef tekið þá erfiðu ákvörðun að ný afstaðið tímabil hafi verið mitt síðasta sem þjálfari Kórdrengja. Þessi tími síðastliðin 6 ár hefur líklega verið minn allra besti, skemmtilegasti og lærdómsríkasti í mínu lífi og það hefur verið algjör heiður að fá að þjálfa þá leikmenn sem spiluðu fyrir Kórdrengi. Ég er þeim gríðarlega þakklátur fyrir traustið og vinnusemina og það sem þeir hafa lagt á sig til að skapa það sem ég og félagið stöndum fyrir."

„Minningarnar eru endalausar og það er erfitt að brosa ekki þegar maður hugsar til baka. Ég veit að allir þeir sem spiluðuð fyrir Kórdrengi, hvort sem það var í eitt tímabil eða fleiri vita að þetta var einstakt, að komast upp um allar þessar deildir á þessum stutta tíma og að ná að skapa þenna stöðugleika í næst efstu deild er magnað. Þetta er sérstakt lið sem hefur skrifað sína sögu sem ekki verður endurtekin og þetta gerðum við allt þrátt fyrir að keyra uppí móti allan tímann!

Það verður spennandi að fylgjast með liðinu í komandi framtíð úr stúkunni! Takk allir leikmenn. Síðast en ekki síst risa ÞAKKIR til þeirra sem trúðu á mig og unnu með mér við þjálfun liðsins,"
sagði Davíð Smári á Facebook.

Ekki er ljóst hver tekur við keflinu af honum en það eru stór spor sem þarf að fylla, það er alveg ljóst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner