Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   lau 12. október 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Matip leggur skóna á hilluna
Mynd: EPA

Fjölmiðlar voru farnir að tala um það í gær að Joel Matip, fyrrum varnarmaður Liverpool, væri búinn að leggja skóna á hilluna. Það var staðfest í morgun.


Matip er 33 ára en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en átta ára ferli hans hjá Liverpool lauk í sumar þegar samningur hans rann út.

Hann var gríðarlega mikilvægur hlekkur í vörn Liverpool við hlið Virgil van Dijk en því miður voru meiðsli oft að trufla hann. Hann kom aðeins við sögu í 9 leikjum tímabilið 2019-2020 þar sem Liverpool vann úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 20 ár.

Hann lék 463 leiki og skoraði 35 mörk. Matip vann úrvalsdeildina, enska bikarinn og Meistaradeildina með Liverpool. Hann varð þýskur bikarmeistari með Schalke.


Athugasemdir
banner
banner
banner