Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 12. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin í dag - Evrópumeistararnir fá Dani í heimsókn
Nico Williams og félagar mæta Dönum
Nico Williams og félagar mæta Dönum
Mynd: EPA
Spilað er í tveimur deildum í Þjóðadeild Evrópu í dag en Evrópumeistarar Spánverja taka á móti Dönum í Murcia.

Fjórir leikir eru spilaðir í A-deild. Króatíu tekur á móti Skotlandi klukkan 16:00 og þá eru þrír leikir klukkan 18:45.

Póllandi mætir Portúgal. Cristiano Ronaldo verður væntanlega fremstur hjá Portúgölum. Ronaldo er með tvö mörk í keppninni til þessa.

Serbía og Sviss eigast við og þá spilar Spánn við Danmörk, en Danir eru á toppnum í D-riðli með fullt hús eftir tvo leiki. Spánverjar eru í öðru sæti með 4 stig.

Leikir dagsins:

Þjóðadeildin A
16:00 Króatía - Skotland
18:45 Pólland - Portúgal
18:45 Serbía - Sviss
18:45 Spánn - Danmörk

Þjóðadeildin C
13:00 Litáen - Kósóvó
16:00 Bulgaria - Lúxemborg
18:45 Kýpur - Rúmenía
18:45 Belarús - Norður Írland
Athugasemdir
banner
banner