Mikel Arteta, stjóri Arsenal, breytir ekki byrjunarliði sínu frá síðustu helgi en lið hans mætir Wolves á Molineux-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45.
Spænski stjórinn spilaði ungu liði í enska deildabikarnum en hann fer aftur í liðið sem vann Chelsea, 1-0, síðustu helgi.
Adama Traore og Toti koma inn í byrjunarlið Wolves. Steve Davis, bráðabirgðastjóri Wolves, er væntanlega að stýra síðasta deildarleik sínum.
Wolves: Sa; Semedo, Kilman, Collins, Toti, Bueno; B Traore, Neves, Moutinho; Traore, Guedes
Arsenal: Ramsdale; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Odegaard, Partey, Xhaka; Saka, Jesus, Martinelli
Athugasemdir