Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 12. nóvember 2022 14:34
Aksentije Milisic
England: Toney afgreiddi Englandsmeistarana á Etihad
Toney ræðir við Banks í dag.
Toney ræðir við Banks í dag.
Mynd: EPA

Manchester City 1 - 2 Brentford
0-1 Ivan Toney ('16 )
1-1 Phil Foden ('45 )
1-2 Ivan Toney ('90)

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er lokið en þar áttust við Manchester City og Brentford á Etihad vellinum.


Gestirnir komu mörgum á óvart og byrjuðu leikinn mjög vel. Liðið komst nokkrum sinnum í góðar stöður áður en það tók forystuna á sextándú mínútu leiksins.

Ben Mee vann þá skallaeinvígi eftir aukaspyrnu og fann hann kollinn á Ivan Toney sem skallaði boltann fallega yfir Ederson í markinu. Frábærlega klárað hjá Toney sem var ekki valinn í landsliðshópinn hjá Englendingum sem fer til Katar.

Eftir þetta mark sóttu heimamenn víti og vildi liðið fá vítaspyrnu nokkrum sinnum. Einu sinni handlék Rico Henry knöttinn en dómari leiksins mat það sem svo að það hafi verið utan teigs.

Í eitt skiptið virtist Aymeric Laporte vera rifinn niður í teignum en ekkert var dæmt og þá féll Kevin De Bruyne niður við litla sem enga snertingu. VAR skoðaði öll þessi atvik og engin vítaspyrna var niðurstaðan.

Það var í uppbótartímanum í fyrri hálfleik sem City náði að jafna. De Bruyne tók þá hornspyrnu sem fór af Akanji og beint til Foden sem jafnaði með geggjuðu skoti í fjærhornið.

City sótti mikið í síðari hálfleiknum en gestirnir minntu á sig með hættulegum skyndisóknum inn á milli. Á 84. mínútu fékk Joao Cancelo gult spjald fyrir dýfu innan teigs en hann mótmælti dómnum ekki neitt enda var hann hárréttur.

Það var tíu mínútum bætt við leikinn en huga þurfti að Aymeric Laporte snemma í síðari hálfleiknum þegar hann fékk skurð á hausinn eftir baráttu í teignum.

Á 91. mínútu komst Toney í frábært færi eftir flotta sókn hjá Brentford. Ederson gerði hins vegar mjög vel og mætti Toney sem skaut í Ederson og útaf.

Á 98. mínútu gerðust ótrúlegir hlutir. Brentford komst í skyndisókn sem endaði með því að Toney var réttur maður á réttum stað og kom knettinum í netið af stuttu færi. 

Toney var mjög nálægt því að ná þrennunni undir restina en Bruyne bjargaði þá frá honum á marklínunni.

Lokatölur því 1-2 sigur Brentford, ótrúleg úrslit!


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner