Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   lau 12. nóvember 2022 15:13
Aksentije Milisic
Sjáðu mörkin: Firmino kom Liverpool yfir en Adams jafnaði strax
Mynd: EPA

Nú er nýhafinn leikur Liverpool og Southampton á Anfield en staðan varð fljótt orðin 1-0 fyrir heimamenn.


Á sjöttu mínútu leiksins fékk Liverpool aukaspyrnu sem Skotinn Andy Robertson tók. Hann fann kollinn á Roberto Firmino sem flikkaði boltanum snyrtilega í fjærhornið.

Firmino var ekki valinn í landsliðshópinn hjá Brasilíu sem fer á HM en það kom þó nokkuð mörgum á óvart.

Liverpool var ekki lengi í paradís en á 9. mínútu leiksins fékk Southampton aukaspyrnu á ekki ósvipuðum stað og Liverpool fékk í markinu sínu.

James Ward-Prowse tók spyrnuna og fann hann kollinn á Che Adams sem kláraði vel framhjá Alisson.

Smelltu hérna til að sjá markið hjá Firmino.

Smelltu hérna til að sjá jöfnunarmarkið hjá Adams.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner