Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 12. nóvember 2022 17:28
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn Everton fengið sig fullsadda
Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Everton hafa fengið sig fullsadda af Frank Lampard og leikmönnum liðsins eftir að það tapaði fyrir Bournemouth, 3-0, í dag.

Það var vonast eftir breytingum á þessu tímabili eftir að liðið bjargaði sér með naumindum frá falli á síðustu leiktíð.

Everton tapaði sjöunda leik sínum í deildinni og hefur aðeins unnið þrjá en liðið er í 17. sæti deildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Frank Lampard fór ásamt leikmönnum liðsins til stuðningsmanna í dag til að biðjast afsökunar á frammistöðunni en þeir höfðu engan áhuga á að taka við afsökunarbeiðninni. Alex Iwoi kastaði treyju sinni til stuðningsmanna en fékk hana til baka nokkrum sekúndum síðar.

Lögregla þurfti að standa á milli leikmanna og stuðningsmanna og segir það ýmislegt um hvað samband þeirra er slæmt i augnablikinu en það eru nú ágætis líkur á því að Lampard verði látinn taka poka sinn á allra næstu dögum.




Athugasemdir
banner
banner
banner