Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Beth Mead gríðarlega ánægð með Slegers
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bethany Mead, kantmaður kvennaliðs Arsenal, er gríðarlega ánægð með bráðabirgðaþjálfara liðsins Renée Slegers sem hefur byrjað af miklum krafti eftir að hún tók við af Jonas Eidevall í október.

Arsenal er búið að sigra þrjá leiki og gera eitt jafntefli undir stjórn Slegers og vonast Mead til að hún haldi áfram að starfa innan félagsins í framtíðinni.

„Við erum búin að starfa með Renée í rúmt ár og hún er virkilega frábær. Hún var verulega góð sem aðstoðarþjálfari og hefur aðlagast aðalþjálfarastarfinu fullkomlega. Hún gefur okkur mikið sjálfstraust og við erum að spila frábæran fótbolta undir hennar stjórn," sagði Mead eftir 5-0 sigur gegn Brighton um helgina.

„Við erum allar mjög ánægðar með Renée og allt sem hún gerir fyrir okkur. Hún á allt hrós skilið og ég vona að hún verði áfram hjá félaginu í framtíðinni."

Arsenal spilar erfiðan útileik við Juventus í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld, þar sem liðin eru jöfn með tvö stig eftir tvær umferðir eftir tapleiki gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur og stöllum í FC Bayern.

Arsenal heimsækir svo Tottenham í ensku ofurdeildinni um helgina áður en tekið verður á móti Juventus í seinni leik liðanna í næstu viku.

Arsenal er í fjórða sæti ensku ofurdeildarinnar með 12 stig eftir 7 umferðir - sjö stigum á eftir toppliði Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner