Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
Jóhannes Karl: Mikið að gera við að þjálfa
Hólmar Örn: Ég hélt hann væri að dæma aukaspyrnu fyrir okkur
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Andri Rúnar: Fullt hús stiga og fulla ferð áfram
Túfa: Af hverju er dæmt víti fyrir brot sem er fyrir utan teig?
Jón Þór: Hundfúl niðurstaða - Fannst þetta vera 50/50 leikur
Jökull sáttur: Mér er alveg sama hvort að þessir gæjar skori eða ekki
Jói Bjarna: Þetta eru engir hafsentar en þeir gerðu ógeðslega vel
Stígur Diljan: Það eru bjartir tímar framundan
   fim 12. desember 2024 16:19
Kári Snorrason
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum alltaf að læra. Þetta eru lítil mistök sem við gerum. Öll mörkin sem við fáum á okkur eru mjög svipuð, við missum boltann, skyndisókn og mark. Það gerist kannski ekki bara í okkar leik það er ákveðið lið í Englandi sem er líka að ströggla við þetta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og vitnar í Manchester City.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Djurgården

Víkingar þurftu að sætta sig við 2-1 tap gegn Djurgården fyrr í dag í Sambandsdeildinni en Víkingar voru manni fleiri síðustu 20 mínúturnar.

„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð solid. Við gerðum illa í nokkrum atriðum, eins og í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik vorum við allt of værukærir."

„Viðvörunarbjöllurnar voru búnar að hringja löngu áður en þeir skoruðu fyrsta markið. Ég held að menn hafi gleymt að taka sér rétta stöðu, þegar við erum með boltann. Þeir voru með kjarnorku í löppunum til að nýta sér okkar veikleika."

„Ég var að pæla í því hvort að það væri eitthvað betra að vera manni fleiri eða ekki. Þeir lögðust lágt niður, eftiráhyggja hefðum við mögulega átt að dæla boltum í teig og vinna seinni bolta."


Hvenær endar lærdómurinn?
Arnar var spurður hvernig hann mæti stöðuna og möguleikana fyrir leikinn á móti LASK í lokaumferðinni.

„Það er rosalega mikið talað um að íslenskir leikmenn þurfi að læra af þessum leikjum, en á endanum verður maður þreyttur á að tala um að læra. Hvenær endar lærdómurinn? Þetta eru svo lítil mistök sem við gerum. Mörkin sem við fáum á okkur eru mjög svipuð. Möguleikarnir fara eftir því hvernig okkur gengur að greina okkar leik og getur líka farið eftir því hvernig LASK gengur í kvöld. Ef þeir tapa gegn Fiorentina þá eru þeir úr leik og þá kannski hvíla þeir lykilmenn gegn okkur."

„Mér líður ekkert alltof vel með það (möguleikann á að fara í umspil með sjö stig). Það eru búin að vera fá jafntefli, en mögulega duga sjö stig,"
sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir