Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   fim 12. desember 2024 16:19
Kári Snorrason
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Arnar á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við þurfum alltaf að læra. Þetta eru lítil mistök sem við gerum. Öll mörkin sem við fáum á okkur eru mjög svipuð, við missum boltann, skyndisókn og mark. Það gerist kannski ekki bara í okkar leik það er ákveðið lið í Englandi sem er líka að ströggla við þetta," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og vitnar í Manchester City.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Djurgården

Víkingar þurftu að sætta sig við 2-1 tap gegn Djurgården fyrr í dag í Sambandsdeildinni en Víkingar voru manni fleiri síðustu 20 mínúturnar.

„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð solid. Við gerðum illa í nokkrum atriðum, eins og í föstum leikatriðum. Í seinni hálfleik vorum við allt of værukærir."

„Viðvörunarbjöllurnar voru búnar að hringja löngu áður en þeir skoruðu fyrsta markið. Ég held að menn hafi gleymt að taka sér rétta stöðu, þegar við erum með boltann. Þeir voru með kjarnorku í löppunum til að nýta sér okkar veikleika."

„Ég var að pæla í því hvort að það væri eitthvað betra að vera manni fleiri eða ekki. Þeir lögðust lágt niður, eftiráhyggja hefðum við mögulega átt að dæla boltum í teig og vinna seinni bolta."


Hvenær endar lærdómurinn?
Arnar var spurður hvernig hann mæti stöðuna og möguleikana fyrir leikinn á móti LASK í lokaumferðinni.

„Það er rosalega mikið talað um að íslenskir leikmenn þurfi að læra af þessum leikjum, en á endanum verður maður þreyttur á að tala um að læra. Hvenær endar lærdómurinn? Þetta eru svo lítil mistök sem við gerum. Mörkin sem við fáum á okkur eru mjög svipuð. Möguleikarnir fara eftir því hvernig okkur gengur að greina okkar leik og getur líka farið eftir því hvernig LASK gengur í kvöld. Ef þeir tapa gegn Fiorentina þá eru þeir úr leik og þá kannski hvíla þeir lykilmenn gegn okkur."

„Mér líður ekkert alltof vel með það (möguleikann á að fara í umspil með sjö stig). Það eru búin að vera fá jafntefli, en mögulega duga sjö stig,"
sagði Arnar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner