Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórkostlega innkomu af bekknum í gær þegar Wolfsburg vann sigur á Roma í Meistaradeild kvenna. Hún skoraði fernu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Sveindís kom inn á 66. mínútu þegar staðan var 2-1 og var búin að skora tveimur mínútum síðar. Hún skoraði svo aftur á 85. og 89. mínútu og innsiglaði fernuna í uppbótartíma.
Sveindís kom inn á 66. mínútu þegar staðan var 2-1 og var búin að skora tveimur mínútum síðar. Hún skoraði svo aftur á 85. og 89. mínútu og innsiglaði fernuna í uppbótartíma.
Skýr skilaboð til þjálfarans en Sveindís hefur ekki verið sátt við hlutverk sitt að undanförnu.
Með sigrinum tryggði Wolfsburg sér annað sæti riðilsins og fylgir Lyon í 8-liða úrslit keppninnar.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin fjögur sem Sveindís skoraði í leiknum.
???? Sveindís Jane (f.2001) ????????
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) December 11, 2024
???????? Wolfsburg
???? Roma
???????? #Íslendingavaktin pic.twitter.com/plQqvW9aDz
Athugasemdir