Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fim 12. desember 2024 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu magnaða fernu Sveindísar
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir átti stórkostlega innkomu af bekknum í gær þegar Wolfsburg vann sigur á Roma í Meistaradeild kvenna. Hún skoraði fernu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Sveindís kom inn á 66. mínútu þegar staðan var 2-1 og var búin að skora tveimur mínútum síðar. Hún skoraði svo aftur á 85. og 89. mínútu og innsiglaði fernuna í uppbótartíma.

Skýr skilaboð til þjálfarans en Sveindís hefur ekki verið sátt við hlutverk sitt að undanförnu.

Með sigrinum tryggði Wolfsburg sér annað sæti riðilsins og fylgir Lyon í 8-liða úrslit keppninnar.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin fjögur sem Sveindís skoraði í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner