Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 13. janúar 2019 15:59
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Arnór Gauti með þrennu gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 ÍBV
1-0 Viktor Karl Einarsson ('21)
2-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('62)
3-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('73)
4-0 Arnór Gauti Ragnarsson ('75)

Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn í Fífuna í fyrstu umferð Fótbolta.net mótsins.

Viktor Karl Einarsson sem er nýlega kominn aftur til landsins úr atvinnumennsku erlendis kom Blikum yfir með eina marki fyrri hálfleiksins.

Arnór Gauti Ragnarsson sá um að afgreiða sína fyrrverandi liðsfélaga eftir leikhlé þar sem hann gerði þrennu á þrettán mínútna kafla.

Eyjamenn áttu engin svör gegn öflugum Blikum en fá fimm daga í hvíld áður en þeir heimsækja Grindavík í Reykjaneshöllina. Blikar eiga nágrannaslag við HK í Kórnum næsta föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner