Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 09:37
Magnús Már Einarsson
Koulibaly til Liverpool eða Manchester?
Powerade
Kalidou Koulibaly
Kalidou Koulibaly
Mynd: Getty Images
Hvert fer Aguero í sumar?
Hvert fer Aguero í sumar?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag. Nóg af kjaftasögum fyrir janúar og sumargluggann.



Real Madrid ætlar að selja sex leikmenn í sumar til að fjármagna kaup á Kylian Mbappe (22). Gareth Bale, Marcelo, Luka Jovic, Isco, Dani Ceballos og Brahim Diaz verða seldir. (AS)

Sergio Aguero, framherji Manchester City, er á óskalista Barcelona og PSG. Aguero verður samningslaus í sumar. (Sun)

Timothy Fosu-Mensah (23) varnarmaður Manchester United hefur hafnað nýjum samningi en hann er á leið til Bayer Leverkusen á 1,5 milljón punda. (Manchester Evening News)

Wolves getur ekki uppfyllt óskir stjórans Nuno Espirito Santo með því að fá Olivier Giroud (34) frá Chelsea eða Divock Origi (25) frá Liverpool. Forráðamenn Wolves hafa sagt við Santo að ekki sé til peningur til leikmannakaupa. (Mirror)

Bayern Munchen mun fá varnarmanninn Omar Richards (22) frá Reading í sumar þegar samningur hans rennur út. Everton og West Ham höfðu einnig sýnt honum áhuga. (Guardian)

Fernandinho (35) miðjumaður Manchester City gæti framlengt samning sinn við félagið en hann verður samningslaus í sumar. (Telegraph)

Arsenal er að skoða Manor Solomon (21) kantmann Shakhtar Donetsk en félagið gæti keypt hann í sumar. (Guardian)

Kalidou Koulibaly (29) varnarmaður Napoli, gæti verið seldur í þessum mánuði ef að tilboð kemur upp á 100 milljónir evra. Liverpool, Manchester City og Manchester United hafa sýnt Koulibaly áhuga. (Talksport)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur skotið til baka á Mesut Özil, miðjumann Arsenal, eftir að Þjóðverjinn sagði að hann myndi frekar leggja skóna á hilluna en að spila með Tottenham. Mourinho segir að hann myndi ekki vilja fá Özil í sitt lið. (Sun)

AC Milan vill fá Fikayo Tomori (23) á láni frá Chelsea. (Guardian)

Manchester City er að íhuga að fá miðjumanninn Manuel Locatelli (23) frá Sassuolo. (Mail)

Islam Slimani (32) miðjumaður Leicester er á leið í læknisskoðun hjá Lyon í dag. (Sky Sports)

Tottenham, Sheffield United, Rangers og Celtic vilja öll fá framherjann Kyle Joseph (19) frá Wigan. (Mirror)

West Ham þarf að hækka sjö milljóna punda tilboð sitt til að hafa betur gegn Marseille í baráttunni um framherjann Arkadiusz Milik (26) frá Napoli. (Radio Kiss)

Djibril Sidibe (28) hægri bakvörður Mónakó ætlar að halda tryggð við félagið og hafna tilboðum frá Newcastle og Crystal Palace. (Sport Witness)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner