Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 13:21
Elvar Geir Magnússon
Webb heimsótti Úlfana sem eru reiðir yfir dómgæslunni
Howard Webb var um tíma besti dómari heims.
Howard Webb var um tíma besti dómari heims.
Mynd: Getty Images
Howard Webb, nýr yfirmaður dómaramála í enska boltanum, fundaði með Julen Lopetegui stjóra Wolves á æfingasvæði félagsins í gær. Lopetegui varð reiður yfir tveimur stórum ákvörðunum dómara sem féllu gegn hans liði í síðustu leikjum.

Hann er óánægður með að mark gegn Liverpool í FA-bikarnum hafi ekki verið dæmt löglegt en það hefði verið sigurmark leiksins. VAR gat ekki skorið úr um hvort um rangstöðu hafi verið að ræða og markið var ekki dæmt gilt.

Á miðvikudag segir Lopetegui að dómarinn Graham Jones hafi misst af augljósri vítaspyrnu á lokamínútunum í leik gegn Nottingham Forest í 8-liða úrslitum deildabikarsins. Úlfarnir töpuðu leiknum á endanum í vítakeppni.

Webb hefur talað um að hann ætli að hitta öll félögin í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann var ráðinn í starfið. Tímasetningin á heimsókn hans til Wolves vekur þó sérstaka athygli í ljósi undanfarinna leikja.
Athugasemdir
banner
banner