Brasilíumönnum fjölgar í ensku úrvalsldeildinni því Wolves er að krækja í Joao Gomes frá Flamengo en þetta segir brasilískir miðlar í dag.
Gomes er 21 árs gamall miðjumaður sem hefur spilað fyrir aðallið Flamengo síðustu þrjú ár.
Hann hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu síðasta árið og var Liverpool meðal annars í myndinni síðasta sumar.
Það varð þó aldrei neitt úr þeim skiptum en hann er á leið í ensku úrvalsdeildina eftir allt saman.
Brasilíski blaðamaðurinn Vene Casagrande segir að Úlfarnir hafi komist að samkomulagi við Flamengo um kaup á Gomes en hann mun kosta félagið 15 milljónir punda.
Það ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir hann að aðlagast hjá Wolves, enda verður hann ellefti leikmaðurinn í hópnum sem er portúgölskumælandi.
Athugasemdir