Eyrún Vala Harðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fram út tímabilið 2026.
Eyrún gekk til liðs við Fram frá Stjörnunni síðasta vetur. Hún lék 13 leiki í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark en liðið hafnaði í 2. sæti og mun því spila í Bestu deildinni næsta sumar.
Hún er fjölhæfur leikmaður en hún er við nám í Bandaríkjunum og snýr aftur í Fram í vor.
Hún er uppalin í Breiðabliki en hóf meistaraflokksferil sinn með Augnabliki árið 2019. Hún hefur einnig leikið með Aftureldingu og HK á ferlinum. Hún á að baki 84 leiki og skorað í þeim 12 mörk. Þá á hún 5 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir