Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 11:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðlaugur Victor fær gríðarlegt hrós frá stuðningsmönnum
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson átti stórleik fyrir Plymouth gegn Brentford í ensku bikarkeppninni um liðna helgi.

Guðlaugur Victor lék afskaplega vel í hjarta fimm manna varnar en leikurinn endaði með óvæntum 0-1 sigri Plymouth. Hákon Rafn Valdimarsson var í marki Brentford.

Victor hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en þarna átti hann sannkallaðan stórleik.

Hann fékk mikið hrós frá stuðningsmönnum Plymouth eins og sjá mér hér fyrir neðan.

Plymouth er að fá nýjan stjóra og þarna náði Victor heldur betur að sýna sig fyrir honum.

Guðlaugur Victor og félagar mæta Liverpool í næstu umferð enska bikarsins.








Athugasemdir
banner
banner
banner
banner